Frá árinu 1940 og fram til 1970 var verð á tunnu af hráolíu á bilinu 2 – 3 USD. Verð breyttust lítið þótt sveiflur kæmu fram öðru hvoru þegar heimsmálin voru í óvissu. Markaðurinn á þessum tíma var í ástandi sem kallað er „oligapoly“ þar sem hinar sjö systur svokölluðu (Chevron, Esso, Shell, Texaco, BP, Mobil og Gulf) réðu alfarið verðlagningu á olíuvörum í heiminum. Á þessum tíma kostaði að meðaltali ca. 40 cent að ná upp tunnu af hráolíu og með söluverð í 2.50 USD þá var hagnaður risanna gríðarlegur. Til samanburðar þá er talið að meðalverð á olíu uppúr sjó í dag sé um 35.00 USD pr. tunnu.Read More »